Aron Daði framlengir við KA

Aron Daði Stefánsson

Aron Daði Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. KA greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Aron gerir samning við KA út tímabilið 2026/2027.

,,Þetta eru afar jákvæðar fréttir en Aron er gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur verið brjóta sér leið inn í meistaraflokkslið KA undanfarin ár," segir í tilkynningu félagsins.

Aron Daði sem er fæddur árið 2007 var níu sinnum í hóp með KA í Olís-deildinni á síðasta tímabili án þess að skora mark.

,,Við erum einstaklega ánægðir að Aron hafi skrifað undir framlengingu á samning sínum við KA. Hann er flinkur leikmaður sem á eftir að verða enn betri, alvöru KA-maður. Það er unnið gott starf í yngriflokkunum hjá okkur og hlökkum við til að gefa honum tækifæri á gólfinu í vetur til að springa út í gula búningnum," segir Andri Snær Stefánsson nýráðinn, þjálfari KA.

KA endaði í 9.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð. Þjálfarabreytingar hafa orðið á liðinu en Andri Snær Stefánsson hefur tekið við liðinu af Halldóri Stefáni Haraldssyni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top