Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (Haukar)
Vinstri skyttan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin í raðir bikarmeistara Hauka eftir veru sína erlendis síðustu ár. Jóhanna gengur í raðir Hauka frá sænska úrvalsdeildarfélaginu, Kristianstad. Jóhanna, sem er vinstri skytta, er uppalin í HK hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár en hún hefur leikið í sænsku úrvalsdeildinni síðustu þrjú tímabil. Þar áður lék hún með uppeldisfélagi sínu HK í Olís-deildinni þar sem hún var markahæsti leikmaður deildarinnar. Hún á að baki 22 landsleiki og hefur skorað í þeim leikjum 11 mörk en hún var hluti af landsliðinu sem lék á HM 2023 og EM 2024. Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur á Fram í úrslitaleiknum en liðið þurfti að sætta sig við tap gegn Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.