Leó Friðriksson í KA frá Þór

Leó Friðriksson

Leó Friðriksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2026/2027. Þetta tilkynnti KA á heimasíðu sinni nú rétt í þessu. Leó sem er uppalinn hjá KA lék með Þór í Grill66 deildinni síðasta vetur en snýr nú aftur heim.

,,Leó er fæddur árið 2007 og er efnileg vinstri skytta sem les leikinn afar vel. Hann hefur verið sigursæll með yngriflokkum KA undanfarin ár og þá hefur hann verið valinn í þó nokkur úrtök hjá yngrilandsliðum Íslands," segir í tilkynningunni frá KA.

Leó lék átta leiki með Þór í Grill66-deildinni í vetur og skoraði í þeim leikjum átta mörk.

,,Það er afar gott að fá þennan öfluga kappa aftur heim en KA stefnir á að byggja upp öflugt lið þar sem kjarninn er uppfullur af ungum og metnaðarfullum uppöldum leikmönnum félagsins. Andri Snær Stefánsson sem tók við stjórn liðsins á dögunum er afar reyndur í þjálfun og þróun yngri leikmanna og verður spennandi að fylgjast með framþróun liðsins næstu árin. Við bjóðum Leó innilega velkominn aftur heim og hlökkum til að fylgjast með honum í gulu og bláu treyjunni næstu árin," segir enn frekar í tilkynningu KA.

Komnir í KA:
Leó Friðriksson frá Þór

Farnir frá KA:
Dagur Árni Heimisson í Val

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top