Rut hætt með landsliðinu

wFram

Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir leikmaður bikarmeistara Hauka, er hætt að leika með ís­lenska landsliðinu. Þetta staðfesti Rut í samtali við mbl.is nú rétt í þessu.

Rut er samn­ings­bund­in Hauk­um út næsta tíma­bil, til sum­ars­ins 2026. Sagði Rut jafn­framt að hún muni standa við þann samn­ing og spila áfram með fé­lagsliði sínu.

Rut, sem er 34 ára göm­ul örv­hent skytta gekk í raðir Hauka frá KA/Þór fyrir síðustu leiktíð og var burðarás í liði Hauka á síðasta tímabili. Rut er einn leikja­hæsti leikmaður í sögu ís­lenska landsliðsins en hún lék alls 124 lands­leiki og skoraði í þeim 249 mörk.

Rut hefur farið á alls fjög­ur stór­mót með ís­lenska landsliðinu, síðast á EM 2024 í Inns­bruck í Aust­ur­ríki.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top