Berglind Benediktsdóttir í Fjölni

Berglind Benediktsdóttir

Berglind Benediktsdóttir hefur gengið í raðir Fjölnis frá Haukum en Fjölnir tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu.

,,Berglind er uppalin í Fjölni og á eftir að bæta liðið okkar mikið. Hún kemur til Fjölnis frá bikarmeisturum Hauka. Við erum spennt að fylgjast með henni á næstkomandi tímabili," segir í tilkynningu félagsins.

Berglind lék 30 leiki með Haukum á síðasta tímabili og skoraði í þeim leikjum átta mörk. Berglind gekk í raðir Hauka fyrir tímabilið 2019/2020 og hefur leikið með liðinu síðan þá.

Fjölnir leikur í Grill66-deildinni en liðið endaði í 9.sæti af 10 liðum á síðasta tímabili þar sem liðið sótti sjö stig í 18 umferðum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top