Guðrún Þorláksdóttir
Guðrún Þorláksdóttir hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við Gróttu. Þetta tilkynnir Grótta á samfélagsmiðlum sínum. Guðrún sem er uppalin í Gróttu leikur sem línumaður en átti sitt fyrsta barn á síðasta tímabili og lék því aðeins með Gróttu síðustu mánuði tímabilsins. Guðrún hefur verið í meistaraflokki Gróttu síðustu 8 ár sem gerir hana að einum reynslumesta leikmanni Gróttu. Hún á að baki 133 leiki með meistaraflokki Gróttu. Júlíus Þórir Stefánsson þjálfari meistaraflokks kvenna segir það frábærar fréttir að Guðrún ætli að taka slaginn með liðinu en Grótta féll úr Olís-deildinni á síðasta tímabili og leikur því á nýjan leik í Grill66-deildinni í vetur. ,,Guðrún er virkilega öflugur línumaður sem hefur verið að komast betur og betur inn í hlutina eftir barnsburð," segir í tilkynningu frá Gróttu. ,,Handknattleiksdeildin lýsir yfir mikilli ánægju að hafa framlengt samning sinn við Guðrúnu enda eins og áður segir er hún einn að reynslumestu leikmönnum liðsins og mun halda áfram að miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna liðsins."
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.