KA/Þór fær til sín þrjá erlenda leikmenn

kathor-thrennaleikmenn-sida

Kvennalið KA/Þórs hefur heldur betur fengið til sín góðan liðstyrk fyrir komandi tímabil sem nýliðar í Olís-deildinni en liðið vann Grill66-deildina á síðustu leiktíð nokkuð sannfærandi.

Liðinu barst liðsstyrkur fyrir komandi tímabil í dag þegar þrír nýir leikmenn skrifuðu undir samning við félagið. Þetta eru þær Bernadett Réka Leiner, Anna Petrovics og Trude Blestrud Håkonsen.

,,Trude er spennandi örvhent skytta sem einnig getur leikið í horninu en hún er fædd árið 1994 og kemur frá liði Junkeren þar sem hún hefur leikið frá árinu 2020. Hún hefur verið í lykilhlutverki í liði Junkeren en á síðustu leiktíð gerði hún 92 mörk í 22 leikjum en liðið lék í 2. deild. Junkeren er staðsett í norður Noregi þannig að hún ætti að þekkja það vel að vera staðsett norðarlega á hnettinum." segir í tilkynningu á heimasíðu KA.

,,Bernadett Réka Leiner er ungverskur markmaður sem er 26 ára gömul og hún Anna Petrovics er ungverji sem getur leyst allar stöður fyrir utan en hún er 23 ára gömul. Saman koma þær norður frá Austurríska liðinu Greenpower JAGS og verður spennandi að sjá hvernig þær koma inn í okkar lið," segir ennfremur í tilkynningunni.

Stefán Guðnason formaður kvennaráðs KA/Þórs hafði þetta að segja um liðstyrkinn.

,,Við viljum að sjálfsögðu spila eins mikið og hægt er á okkar heimastelpum, en það var alveg ljóst að það þurfti að breikka hópinn og styrkja fyrir baráttuna í efstudeild. Koma þremenninganna er klárlega lykilskref fyrir hópinn okkar og teljum við okkur vera að taka rétt skref í framþróun okkar uppöldu leikmanna. Jonni þjálfari hefur margoft sýnt að hann er gríðarlega öflugur í að vinna með og þróa unga leikmenn áfram og verður gaman að sjá hópinn taka næstu skref með þeim Bernadett, Önnu og Trude innanborðs."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top