Reynir Þór: Er að fara beint í djúpu laugina

Reynir Þór Stefánsson

Reynir Þór Stefánsson nýjasti leikmaður þýska liðsins Melsungen segist gera sér grein fyrir hvernig stökk það er að fara úr Olís-deildinni hér heima yfir í þýsku úrvalsdeildina. Þetta segir hann í viðtali við Vísi.

Reynir Þór varð Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélagi sínu Fram á síðasta tímabil og var burðarás í liðinu. Auk þess lék hann sinn fyrsta A-landsleik á tímabilinu er hann kom inná í sigri Íslands á Georgíu í undankeppni fyrir EM 2026.

Reynir gerði þriggja ára samning við Melsungen sem var í harðri baráttu um þýska meistaradeildartitilinn en varð að sætta sig við þriðja sætið að lokum.

„Þetta leggst bara vel í mig. Smá svona stress og spenningur að flytja einn út og þurfa læra á uppþvottavél og svona. Mér finnst ég vera tilbúinn en ég held að þeim sé alveg sama í þýsku deildinni að maður hafi verið eitthvað góður á Íslandi. Maður er bara að fara beint í djúpu laugina og þetta er risastórt tækifæri fyrir mig að sýna mig og verða betri," sagði Reynir Þór í samtali við Vísi.

Hjá Melsungen mun Reynir Þór hitta Framarann Arnar Frey Arnarsson en landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson yfirgefur Melsungen í sumar og gengur í raðir Magdeburg. Reynir Þór segist hafa heyrt í þeim félögum áður en hann ákvað að ganga í raðir Melsungen.

„Þetta er allt öðruvísi umhverfi þarna og þetta er bara vinna. Það verður markmiðið mitt að verða betri, komast í landsliðið og komast í byrjunarliðið hjá Melsungen.“

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top