Silja Muller (Heimasíða Neistin)
Einn af markvörðum Vals á síðasta tímabili, Færeyingurinn Silja Arngrimsdóttir Müller hefur gengið í raðir Neistans í heimalandi sínu. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag. Silja Muller var hluti af Evópubikarmeistara og Íslandsmeistara liði Vals á síðasta tímabili en hún gekk til liðs við Hlíðarendafélagað fyrir síðasta tímabil. Silja er uppalinn í Neistanum. Silja var í litlu hlutverki með Val í Olís-deildinni í vetur en lék einnig með Val 2 í Grill66-deildinni. Silja er ekki fyrsti leikmaðurinn sem yfirgefur Val eftir síðasta tímabil. Elín Rósa Magnúsdóttir gekk til liðs við Blomberg Lippe í Þýskalandi. Auk þess hefur Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Hauksdóttir lagt skónna á hilluna.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.