Rakel Guðjónsdóttir
Vinstri hornamaðurinn, Rakel Guðjónsdóttir hefur gengið í raðir Stjörnunnar frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. Þetta tilkynnti Stjarnan á samfélagsmiðlum sínum í dag. Rakel skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Rakel er 24 ára vinstri hornamaður frá Selfossi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. ,,Rakel er góður karakter, snögg og áræðin sem leggur sig fram í öll verkefni og erum við sannfærð um að hún mun styrkja okkar lið bæði innan vallar sem utan," segir í tilkynningu Stjörnunnar. ,,Árin 2017-2019 þjálfaði ég Rakel í handknattleiks akademíu á Selfossi svo ég þekki vel til hennar. Hún er öflugur hornamaður með góða skottækni ásamt því að vera mjög vinnusöm. Það er mjög mikil styrking fyrir okkur í Garðabænum að fá hana og mikil tilhlökkun að fá að vinna aftur með henni í handboltanum,” sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar við undirritun samningsins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.