Færeyingar taka þátt í Golden League
(Baldur Þorgilsson)

Bjarni í Selvindi gæti leikið á Golden League. (Baldur Þorgilsson)

Færeyska landsliðið verður eitt af fjórum þjóðum sem taka þátt í Golden League æfingamótinu sem fram fer í Þrándheimi í Noregi dagana 30.október til 2.nóvember.

Á mótinu taka þátt auk Færeyja, heimamenn í Noregi, Danmörk og Holland.

Mikil eftirvænting er fyrir mótinu í Færeyjum en færeyska landsliðið er á leið á sitt annað Evrópumót í röð í janúar á næsta ári. Þar verður færeyska landsliðið í riðli með Slóveníu, Svartfjallaland og Sviss en riðilinn fer fram í Malmö.

Fari svo að Ísland fari áfram úr sínum riðli á EM mætir það tveimur af þessum liðum í milliriðli EM en sá milliriðill fer einnig fram í Malmö.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top