Sigurður Páll heldur áfram í Víking
(Víkingur)

Sigurður Páll Matthíasson (Víkingur)

Línumaðurinn efnilegi Sigurður Páll Matthíasson hefur framlengt samning sinn við Víking.

Sigurður Páll sem er tvítugur og uppalinn í félaginu skoraði 69 mörk í 14 leikjum í Grill 66 deildinni í vetur. Einnig stóð hann varnarleikinn vel. Í yngri flokkum lék hann lengi vel sem leikstjórnandi en færði sig svo á línuna í 3. flokki.

Einnig hefur hann að undanförnu verið í leikmannahóp U-21 árs landsliðsins og staðið sig vel þegar hann hefur fengið tækifærið.

Áhugavert verður að fylgjast með framgöngu Sigurðar og Víkings liðsins í vetur sem mun freista gæfunnar að fara upp úr Grill 66 deildinni og í Olís deildina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top