Valur tekur þátt í Evrópudeildinni (Baldur Þorgilsson)
Þrjú íslensk kvenna lið taka þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili. Þar með er ljóst að í heildina taka sex íslensk félagslið þátt í Evrópukeppnum á næsta tímabili. Íslandsmeistarar kvenna fær rétt til þátttöku Evrópudeildarinnar og hefur Valur staðfest sína þátttöku. Kvennalið Vals er ríkjandi Evrópubikarmeistarar. Ekki er komið á hreint hvort Valur fái beint sæti eða þurfi að fara í gegnum umspil. Kvennalið Hauka og Selfoss taka þátt í Evrópubikar kvenna en ÍR sem fékk einnig boð um þátttöku í Evrópubikarnum hafa afþakkað boðið. ,,HSÍ óskar þessum liðum til hamingju með sætin sín og minnir á mikilvægi Evrópukeppninnar fyrir íslenskan handbolta," segir í tilkynningu frá HSÍ.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.