Ljóst hvaða lið taka þátt í Meistaradeild kvenna

Gyor eru ríkjandi Evrópumeistarar (EHF)

Það er nú orðið ljóst hvaða 16 kvenna lið taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en EHF tilkynnti það í dag hvaða sjö félög fengu svokallað "Wild-card" inn í keppnina.

Áður landsmeistarar frá átta þjóðum unnið sér inn þátttökurétt í keppninni auk Esbjerg frá Danmörku sem lentu í 2.sæti heimafyrir en Danmörk er eina þjóðin sem á tvö sæti fast í Meistaradeild kvenna.

Þau félög sem fengu staðfestingu um þátttökurétt í Meistaradeildinni í dag voru:

Ikast Håndbold - Danmörk
RK Podravka Vegeta - Króatía
Brest Bretagne Handball - Frakkland
FTC-Rail Cargo Hungaria - Ungverjaland
DVSC Schaeffler - Ungverjaland
Gloria Bistrita - Rúmenía
BV Borussia Dortmund - Þýskaland

Þrjú félög sem höfðu sótt um inngöngu í keppnina urðu því að sætta sig við neitun. Það voru norsku félögin Sola HK og Tertnes Bergen auk rúmenska liðsins, CS Minaur Baia Mare.

Hér má síðan sjá þau félög sem höfðu nú þegar unnið sér einn þátttökurétt í keppninni en ungverskaliðið Györi eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir sigur á dönsku meisturunum Odense Håndbold 29-27 í úrslitahelginni sem fram fór í Budapest í upphafi júní mánaðar. Team Esbjerg sóttu bronsið eftir sigur á frönsku meisturunum í Metz Handball.

Team Esbjerg - Danmörk
Odense Håndbold - Danmörk
Storhamar Handball Elite - Noregur
Metz Handball - Frakkland
Györi Audi ETO KC - Ungverjaland
CSM Bucuresti - Rúmenía
RK Krim Mercator - Slóvenía
OTP Group Buducnost - Svartfjallaland
HB Ludwigsburg - Þýskaland

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top