Handboltaæði ríkir í Færeyjum
(Kristinn Steinn Traustason)

Myndin tengist fréttinni ekki. (Kristinn Steinn Traustason)

Handball "FEVER" með þessum orðum hefst auglýsing á samfélagsmiðlinum Facebook frá StreetFood FØROYAR síðunni.

Framundan er undanúrslitaleikur Færeyja og Portúgal á Heimsmeistaramóti U21-árs landsliða karla.

StreetFood FØROYAR auglýsir að allir þeir sem koma í matarvagninn Mi Allelon fyrir klukkan sjö í kvöld klæddum handboltalandsliðstreyju Færeyja fær frítt gos með öllum keyptum hamborgurum.

Mikil spenna ríkir í Færeyjum fyrir undanúrslitaleiknum sem hefst klukkan 19:00 í kvöld. Um er að ræða besta árangur Færeyja á stórmóti frá upphafi. Í kringum 1000 Færeyjar fylgdust með liðinu slá út Slóveníu á risatjaldi í miðbæ Þórshafnar í gærkvöldi og gera má ráð fyrir ennþá fleirum á torginu í kvöld á meðan undanúrslitaleikurinn fer fram.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top