Rósa Kristín í Fjölni frá Haukum
(Fjölnir Handbolti)

Rósa Kristín Kemp (Fjölnir Handbolti)

Kvennaliðs Fjölnis í Grill66-deildinni heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil en félagið tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum í dag að Rósa Kristín Kemp sé gangin í raðir félagsins frá Haukum.

,,Það gleður okkur að kynna að Rósa Kristín Kemp hefur gert samning við Fjölni handbolta. Rósa kemur frá Haukum og hlökkum við mikið til að sjá hana á vellinum," segir í stuttri yfirlýsingu Fjölnis.

Rósa Kristín er annar leikmaður Hauka á stuttum tíma sem gengur í raðir Fjölnis því Berglind Benediktsdóttir gekk í raðir Fjölnis á dögunum.

Rósa Kristín var í litlu hlutverki með Haukum í Olís-deildinni en lék hinsvegar með Haukum 2 í Grill66-deildinni síðustu tvö tímabil.

Rósa er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fjölnis fyrir komandi tímabil. Auk Rósu Kristínar og Berglindar hafa Stefanía Ósk Engilbertsdóttir og Signý Pála Pálsdóttir bæst í leikmannahópinn frá Aftureldingu og Víkingi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top