Kvennalið Vals tekur þátt í Evrópudeildinni. (Baldur Þorgilsson)
Í síðustu viku var það gefið út hvaða íslensku félög hyggjast taka þátt í Evrópukeppnum næsta tímabils. Það vakti sennilega athygli margra að karlalið Vals ákvað að þiggja ekki sitt sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. Valur hefur verið þátttakandi í Evrópukeppnum síðustu ár, tvívegis tekið þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og urðu Evrópubikarmeistarar fyrir ári síðan. Valur átti tækifæri til að taka þátt í Evrópubikarnum ásamt FH en Fram og Stjarnan taka þátt í Evrópudeildinni. Handbolti.is heyrði í Fannari Erni Þorbjörnssyni stjórnarmanni í stjórn handknattleiksdeildar Vals. Þar sagði Fannar. ,,Það var ákvörðun stjórnar að skrá aðeins kvennalið félagsins til leiks á næstu leiktíð. Það hafi unnið titla bæði hér heima og í Evrópubikarkeppninn í vor. Stefnan hafi verið sett á kvennaliðið verði með í Evrópudeildinni, sem er stigi ofan en Evrópubikarkeppnin. Þetta var bara ákvörðun félagsins að hafa þennan hátt og vera með fókus á kvennaliðinu. Liðið vann titla hér heim og einnig Evróputitil í vor. Karlaliðið hefur tekið þátt í Evrópukeppni í mörg ár í röð en pásar í eitt ár.“ Handbolti.is segist hafa borist veður af óánægju innan raða Vals með þá ákvörðun en samkvæmt Fannari Erni mun það vera úr lausu lofti gripið. ,,Ég hef ekki heyrt um neinn kurr innan félagsins vegna þessa." Eins og fyrr segir þá tekur Fram og Stjarnan þátt í Evrópudeildinni og FH í Evrópubikarnum karla megin. Hjá stelpunum skráði Valur lið til leiks í Evrópudeildinni auk þess sem Haukar og Selfoss taka þátt í Evrópubikarnum. Fram og ÍR tóku þá ákvörðun að taka ekki þátt í Evrópubikarnum á komandi tímabili.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.