Elmar fór á kostum á HM U21
(Eyjólfur Garðarsson)

Elmar Erlingsson (Eyjólfur Garðarsson)

Eyjamaðurinn, Elmar Erlingsson leikmaður Nordhorn í þýsku 2.deildinni var atkvæðamikill í íslenska U21 árs landsliðinu á HM sem fram fór í Póllandi.

Elmar var fimmti markahæsti leikmaður mótsins og var með næst flestar stoðsendingar á mótinu. Íslenska landsliðið komst ekki uppúr riðlinum og lék því um Forsetabikarinn í síðustu fjórum leikjum sínum á mótinu en liðið tapaði í úrslitaleiknum um forsetabikarinn gegn heimamönnum í Póllandi.

Samanlagt kom Elmar að 98 mörkum, skoraði sjálfur 57 mörk og átti 41 stoðsendingur. Elmar lék sjö leiki á mótinu en efstu menn á listanum yfir flest mörk og stoðsendingar á mótinu léku flestir átta leiki.

Færeyingurinn Óli Mittún sem í sumar gengur í raðir GOG í Danmörku frá Savehof átti samanlagt fleiri stoðsendingar og mörk heldur en Elmar, eða samtals 127 mörk og stoðsendingar eða 15,9 mörk að meðaltali í leik. Í þriðja sæti varð Svíinn Axel Månsson með 95 mörk og stoðsendingar í átta leikjum.

Elmar varði fimmmti markahæstur á HM með 57 mörk úr 81 skoti. Þar af skoraði Elmar 21 mark úr 24 vítaköstum á mótinu. Össur Haraldsson leikmaður Hauka var næst markahæstur Íslendinga á mótinu með 39 mörk. Samherji hans í Haukum, Skarphéðinn Ívar Einarsson skoraði 31 mark.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top