Aron ekki lengur atvinnulaus
Sævar Jónsson

Aron Pálmarsson í leik með FH Sævar Jónsson

Aron Pálmarsson sem tilkynnti óvænt heimsbyggðinni það að hann myndi hætta eftir tímabilið með Veszprem í sumar hefur fundið sér nýtt starf. Þetta tilkynnti Aron í viðtali við Bjarna Helgason hjá Morgunblaðinu.

„Ég er byrjaður að vinna hjá fyr­ir­tæki sem heit­ir Aparta,“ sagði Aron Pálmarsson í Dagmálum og bætti við: ,,Þetta er sjóður sem býður fólki upp á það að við fjár­fest­um í eign­un­um þeirra. Við kaup­um okk­ur inn í fast­eign­ina og eig­um hana með þér. Þú færð greidda ein­greiðslu frá okk­ur og þetta er í raun hugsað fyr­ir alla. Mér bauðst að koma inn í þetta í janú­ar og leist strax mjög vel á þetta."

Aron kom heim til Íslands fyrir tímabilið 2023/2024 og varð Íslandsmeistari með FH það tímabil. Í upphafi síðasta tímabils yfirgaf hann hinsvegar uppeldisfélagið sitt og gekk í raðir stórliðs Veszprem í Ungverjalandi. Þar gerði hann samning við félagið út tímabilið 2025 og varð ungverskur meistari með þeim á dögunum.

Aron tók ákvörðun undir lok tímabilsins að þetta yrði hans síðasta tímabil á ferlinum en Aron er 34 ára og hafði leikið erlendis meira og minna allan sinn feril.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top