Endre Koi (Eyjólfur Garðarsson)
Ungverjinn geðþekki, hinn 38 ára gamli Endre Koi hefur kvatt Ísafjörð og er hættur sem þjálfari Harðar. Þetta lá ljóst fyrir þónokkru síðan og var tilkynnt á Facebook síðu Handknattleiksdeildar Harðar á vormánuðum. Endre var ráðinn þjálfari liðsins sumarið 2023 og þjálfaði liðið því í 2 ár. Á fyrra tímabilinu hafnaði liðið í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og fékk 24 stig í 18 leikjum. Á tímabilinu sem leið hafnaði liðið í 5. sæti og fékk 16 stig í 16 leikjum.
Á árum áður þjálfaði hann m.a Budai Farkasok í 5 ár og var einnig aðstoðarþjálfari hjá ýmsum yngri landsliðum Ungverjalands.
Endre er með EHF Mastercoach gráðu og hefur einnig lokið svokallaðri Young coaches workshop gráðu. Utan handboltans er hann hagfræðingur að mennt.
Gaman verður að sjá hvað hinn dagfarsprúði Endre mun taka sér fyrir hendur næst í heimi handboltans.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.