Verða miklar breytingar á liði ÍBV?
Sævar Jónsson

Úr leik ÍBV frá síðasta tímabili Sævar Jónsson

Erlingur Richardsson tók við karlaliði ÍBV af Magnúsi Stefánssyni eftir síðasta tímabil. Erlingur tekur við liðinu eftir tveggja ára pásu en Erlingur hætti með ÍBV eftir að hafa gert þá að Íslandsmeisturum tímabilið 2022/2023.

Það bendir margt til þess að miklar breytingar verði á liði ÍBV frá síðasta tímabili þar sem mikilvægir leikmenn hafa horfið annað og þá eru aðrir lykilmenn og leikmenn sem voru í stóru hlutverki hjá liðinu á síðustu tímabilum samningslausir.

Þrír leikmenn ÍBV frá síðasta tímabili hafa verið tilkynntir í önnur félög. Gauti Gunnarsson gekk í raðir Stjörnunnar, markvörðurinn Pavel Mishkevich gekk til liðs við lið í Ísarel og þá fór örvhenta skyttan Daniel Vieira til Frakklands.

Til liðsins hafa verið tilkynntir þeir Jakob Ingi Stefánsson frá Gróttu og Daníel Þór Ingason frá Balingen í Þýskalandi.

Það er hinsvegar fleiri leikmenn sem hafa yfirgefið ÍBV eða liggja undir feldi. Þar á meðal má nefna vinstri hornamanninn, Breka Óðinsson sem staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri að flytja á höfðuðborgarsvæðið í sumar. Örvhenti hornamaðurinn, Gabríel Martinez er samningslaus og samkvæmt heimildum Handkastsins getur farið svo að hann muni ekki spila með ÍBV á komandi tímabili.

Þá er varnarmaðurinn stóri og stæðilegi, Ísak Rafnsson samningslaus auk línumannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar og vinstri hornamannsins, Nökkva Snæs Óðinssonar.

Ef fram heldur sem horfir, verða því töluvert af breytingum á leikmannahópi ÍBV fyrir komandi tímabil.

ÍBV:
Komnir:
Jakob Ingi Stefánsson frá Gróttu
Daníel Þór Ingason frá Balingen-Weilstetten (Þýskaland)

Farnir:
Gauti Gunnarsson í Stjörnuna
Daniel Vieria til Frakklands
Pavel Mishkevich til Ísraels

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top