Kvennalið Gróttu leikur í Grill66-deildinni (Eyjólfur Garðarsson)
Níu lið eru skráð til þátttöku í Grill66-deild kvenna á næsta tímabili. Þetta staðfesti Ólafur Víðir Ólafsson starfsmaður mótanefndar HSÍ við Handkastið. Tíu lið tóku þátt í deildinni á síðasta ári en nú hefur kvennalið Berserkja dregið lið sitt úr keppni samkvæmt Ólafi Víði. Berserkir töpuðu öllum 18 leikjum sínum í deildinni á síðustu leiktíð. Grótta féll úr Olís-deildinni á síðustu leiktíð eftir eins árs veru í deild þeirra bestu. Afturelding endaði í þriðja sæti deildarinnar, vann HK í undanúrslitaeinvíginu í umspilinu um sæti í Olís-deildinni en tapaði síðan gegn Stjörnunni í úrslitaeinvíginu. KA/Þór unnu Grill66-deildina á síðustu leiktíð og leika því í Olís-deildinni á komandi tímabili. Þátttökuliðin í Grill66-deild kvenna 2025/2026: HK Sjá einnig:
Afturelding
Valur B
Fram B
Haukar B
Grótta
Víkingur
FH
Fjölnir
Fjölgun í Grill66-deild karla
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.