Hver fyllir skarð Pekeler hjá Kiel?
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Henrik Pekeler Domagoj Duvnjak (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þýska stórliðið Kiel leitar enn að nýjum línumanni sem á að fylla skarðið sem Henrik Pekeler skilur eftir sig. Pekeler er frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Kiel gegn Eisenach undir lok síðasta tímabil. Þar sleit Pekeler hásinin og verður frá í minnsta kosti sex mánuði.

Um leið og það varð ljóst hversu alvarleg meiðsli Pekeler voru spruttu strax upp orðrómur um að Patrick Wiencek myndi hætta við að hætta. Wiencek var búinn að gefa það út að hann myndi hætta eftir nýafstaðið tímabil.

Þá hefur línumaður Álaborgar, Felix Möller verið sterklega orðaður við Kiel. Þýski fjölmiðillinn Sport segir að það séu litlar líkur á að Kiel kaupi Felix Möller frá Álaborg, þar sem Möller sé hreinlega ekki til sölu.

Fyrrverandi leikmaðurinn og sjónvarpssérfræðingurinn Dominik Klein segir það af og frá að hinn 36 ára, Wiencek hætti við að hætta.

„Ég vona að Patrick hafi tekið góða ákvörðun fyrir sjálfan sig. Að spyrja nú um endurkomu eftir meiðsli Pekeler er ekki sanngjarnt gagnvart honum,“ segir Klein í hlaðvarpinu Erste 7.

„Hann hefur gengið í gegnum svo margt tilfinningalega. Ég er viss um að hann hlakka til næsta kafla í lífi sínu. Ég treysti því að hann geti metið sjálfur hvað sé best og ég tel líka að félagið sé að skipuleggja í samræmi við það.“

„Kjörlausnin er leikmaður sem við getum haft í hópnum fyrir komandi ár,“ er haft eftir Patrick Szilagyi framkvæmdastjóra Kiel.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top