Oli Mittun (Piotr Matusewicz / DPPI via AFP)
GOG hefur samið við einn mest spennandi handboltamann heims og það veldur miklu uppnámi í Þýskalandi. Hinn tvítugi Færeyingur, Oli Mittun hefur komist í sviðsljósið eftir ótrúlega frammistöðu á HM U21 í Póllandi sem fram fór í júní. Þar var hann valinn besti leikmaður mótsins en Óli var bæði markahæstur og stoðsendingahæsti leikmaður mótsins er Færeyingar sóttu sér bronsið. Nú er hann borinn saman við einn af stærstu leikmönnum heims í dag, Mathias Gidsel af dönskum sérfræðingum. Bob Hanning, framkvæmdastjóri hjá Füchse Berlin, er meðal þeirra sem hafa lengi haft augastað á Mittun og í viðtali við handball-world hrósar hann GOG fyrir að vera næsta skrefið í ferli Færeyingsins – og nefnir Mathias Gidsel sem mögulega fyrirmynd. „Fyrir mér er hann gríðarlega hæfileikaríkur. Við töluðum reyndar við hann áður en hann sprakk eins og hann gerir núna. En við vorum langt frá því að vera þeir einu. Hæfileikar hans hafa verið þekktir lengi,“ segir Hanning. Með frammistöðu sinni á HM U21 árs sýndi Óli Mittún sem kemur til GOG í sumar frá sænska úrvalsdeildarfélaginu, Savehof hvers vegna nokkur félög í Bundesliga hafi haft áhuga á að fá hann. „Ég held að þetta sé mjög skynsamlegt. Hann spilar í Meistaradeildinni með GOG og getur þróast á sínum hraða og gert mistök. Ef hann spilar einn daginn í sterkustu deild heims, þá er það næsta skref,“ metur Hanning. Samanburðurinn við Mathias Gidsel er eðlilegur. Gidsel sló í gegn hjá GOG og fór síðan til Füchse Berlin, þar sem hann hefur þróast í heimsklassa leikmann og hefur verið kjörinn besti handboltamaður heims. ,,Þegar Mathias kom til okkar var hann mikill hæfileikamaður. En hann sannaði gildi sitt hjá okkur og við hjálpuðum honum að verða heimsklassa leikmaður,“ segir Hanning og bætir við: „Oli Mittun þarf enn að sanna það.“ Það verður fróðlegt að fylgjast með Óla Mittún hjá GOG á næsta tímabili en félagið vann sér inn þátttökurétt í Meistaradeildinni á dögunum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.