Marel skoraði þrjú mörk í dag. (Kristinn Steinn Traustason)
Íslenska U19 ára landsliðið í handbolta sigraði Litháen í morgun 21-13 á opna Evrópska mótinu í Gautaborg. Um var að ræða lokaleik liðsins í riðlinum. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum á mótinu en Ísland endaði í 2.sæti í sínum riðli á eftir Spánverjum. Íslenska liðið var ekki í vandræðum í leiknum í morgun og voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 12-5. Jens Bragi Bergþórsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með fjögur mörk og þeir Haukur Guðmundsson og Marel Baldvinsson skoruðu þrjú mörk hvor. Ingvar Dagur Gunnarsson skoraði tvö sem og þeir, Daníel Montoro, Bessi Teitsson og Elís Þór Aðalsteinsson. Ágúst Guðmundsson leikmaður HK og Valsararnir, Dagur Leó Fannarsson og Hrafn Þorbjarnarson skoruðu allir eitt mark hver. Ísland vann fjóra af fimm leikjum sínum og fer því áfram í undanúrslit ásamt Spánverjum. Ísland mætir Króatíu í undanúrslitunum á meðan Spánn mætir heimamönnum í Svíþjóð.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.