Úlfar Monsi á leið til Norður-Makedóníu
(Baldur Þorgilsson)

Úlfar Páll Monsi (Baldur Þorgilsson)

Úlfar Páll Monsi Þórðarson, vinstri hornamaðurinn Vals er samkvæmt heimildum Handkastsins á leið til Norður-Makedóníu.

Samkvæmt heimildum Handkastsins er Úlfar á leið til Alkaloid sem eru ríkjandi Evrópubikarmeistarar eftir sigur á AEK í úrslitaeinvíginu sem reyndar kláraðist aldrei en Alkaloid var dæmdur sigur eftir að AEK neituðu að spila síðari leik liðanna í Norður-Makedóníu.

Þjálfari Alkaloid, er goðsögnin Kiril Lazarov en hann tók við liðinu sumarið 2022. Félagið er einungis fjögurra ára gamalt en liðið var stofnað sumarið 2021. Á sínu fyrsta ári fór liðið upp í úrvalsdeildina í Norður-Makedóníu og hefur verið að berjast við toppinn í deildinni síðustu ár. Liðið hefur þurft að sætta sig við 2. og 3.sætið í deildinni síðustu þrjú tímabil.

Í liði Alkaloid eru hvorki fleiri né færri en ellefu landsliðsmenn Norður-Makedóníu þar sem Kiril Lazarov ræðir einnig ríkjum.

Monsi sem er uppalinn í Val hefur á ferli sínum leikið með Val, Stjörnunni og Aftureldingu en hann hefur leikið með Val síðustu tvö tímabil og varð til að mynda Evrópubikarmeistari með Val tímabilið 2023/2024.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top