Blær Hinriksson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Blær Hinriksson lykilmaður Aftureldingar í Olís-deild karla undanfarin ár yfirgefur liðið í sumar og heldur í atvinnumennsku samkvæmt heimildum Handkastsins. Blær hefur verið orðaður við lið í dönsku og þýsku úrvalsdeildinni að undanförnu þar á meðal Leipzig í þýsku Bundesligunni. Þjálfarabreytingar hafa orðið á liði Leipzig en Rúnari Sigtryggssyni var sagt upp störfum hjá félaginu fyrr í þessum mánuði og er liðið enn í leit af nýjum eftirmanni hans. Blær hefur verið í stóru hlutverki hjá Mosfellingum síðustu ár eða frá því hann gekk til liðs við félagið frá HK sumarið 2020. Blær yrði því annar leikmaður Aftureldingar sem myndi fara í atvinnumennsku í sumar því áður hefur Birgir Steinn Jónsson verið kynntur sem nýr leikmaður Savehof í Svíþjóð.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.