Kenya Kasahara (Eyjólfur Garðarsson)
Japanski línumaðurinn, Kenya Kasahara hefur samkvæmt heimildum Handkastsins yfirgefið Hörð. Samningur Kasahara við Hörð rann út 1.júlí. Kenya Kasahara, eða Kasa eins og hann er oftast kallaður er 37 ára fyrrum landsliðsmaður Japans og gekk fyrst í raðir Harðar fyrir tímabilið 2021/2022 er liðið vann sér sæti í Olís-deildinni í fyrsta skipti í sögu félagsins. Kasa lék þó ekki með Herði í Olís-deildinni því hann gekk til liðs við lið í Póllandi. Hann kom þó aftur til Ísafjarðar og hefur leikið með liðinu í Grill66-deildinni síðustu tvö tímabil. Orðrómur hefur verið um það að leikmaðurinn hafi við í viðræðum við bæði lið í Olís-deildinni og í Grill66-deildinni.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.