Endjis fær nýjan þjálfara (Eyjólfur Garðarsson)
Hörður frá Ísafirði hefur samkvæmt heimildum Handkastsins gert þriggja ára samning við portúgalskan þjálfara sem tekur við liðinu í sumar. Um er að ræða þjálfara að nafni, Pedro Nunez sem er 37 ára og kemur til Ísafjarðar frá portúgalska úrvalsdeildarfélaginu, Boa Hora en þar var Nunez aðstoðarþjálfari síðustu ár. Hann hefur einnig þjálfað í neðri deildum í Portúgal auk þess að hafa þjálfað á Englandi. Pedro Nunez tekur við Herði af Ungverjanum, Endre Koi sem þjálfað hafði Hörð síðustu tvö tímabil hætti eftir síðasta tímabil en áður hafði Spánverjinn, Carlos Martin Santos þjálfað lið Harðar en Carlos er í dag þjálfari Selfoss í Olís-deild karla. Hörður endaði í 5.sæti Grill66-deildarinnar á síðustu leiktíð og tapaði gegn Gróttu í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni. Hörður spilaði í fyrsta og eina skiptið í efstu deild á Íslandi tímabilið 2022/2023 en hefur verið í Grill66-deildinni síðustu tvö tímabil.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.