Tveir ungir Þórsarar framlengja
(Þór Handbolti)

Arnviður Bragi Pálmason (Þór Handbolti)

Nýliðar Þórs í Olís-deild karla tilkynntu á samfélagsmiðlum sínum í dag að tveir ungir og efnilegir uppaldnir Þórsarar hafi framlengt samninga sína við félagið til næstu tveggja ára.

Um er að ræða þá Þormar Sigurðsson og Arnvið Braga Pálmason.

Þormar (á myndinni fyrir neðan) er vinstri hornamaður sem er fæddur 2006 en hann spilaði 11 leiki með Þór í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 16 mörk. Þórsarar unnu deildina og tryggðu sér þar með sæti í Olís-deildinni á komandi leiktíð.

Arnviður Bragi Pálmason er vinstri skytta en hann er fæddur 2005. Hann lék alla 16 leiki Þórs á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark en í tilkynningu Þórs er honum líst sem öflugum varnarmanni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top