Lárus verður spilandi aðstoðarþjálfari Gróttu
(Eyjólfur Garðarsson)

Lárus Gunnarsson (Eyjólfur Garðarsson)

Markvörðurinn, Lárus Gunnarsson verður spilandi aðstoðarþjálfari Gróttu á komandi tímabili með liðinu í Grill66-deildinni. Þetta staðfesti Davíð Örn Hlöðversson þjálfari Gróttu í samtali við Handkastið.

Lárus kom inn í hóp Gróttu um mitt síðasta tímabil og lék með liðinu eftir áramót er liðið féll úr Olís-deildinni eftir umspils einvígi gegn Selfossi. Grótta leikur því í Grill66-deildinni á nýjan leik eftir fjögurra ára veru í Olís-deildinni.

Lárus þjálfaði yngri flokka hjá Val og HK undanfarin ár en hann þekkir vel til á Nesinu þar sem hann er uppalinn. Lárus gerði frábæra hluti með lið Kríu á sínum tíma og fór með liðið upp um tvær deildir á tveimur árum er liðið vann sér þátttökurétt í Olís-deildinni sem liðið gaf síðan frá sér.

Eftir það fór Lárus til Noregs og þjálfaði þar lið Bergsöy í norsku C-deildinni.

Miklar breytingar hafa orðið á Gróttu liðinu frá síðasta tímabili og það verður verðugt verkefni fyrir nýtt þjálfarateymi Gróttu að koma liðinu aftur upp í deild þeirra bestu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top