Öflugar örvhentar skyttur orðaðar við Flensburg
(Roberto Pfeil / AFP)

Mads Hoxer (Roberto Pfeil / AFP)

Danski landsliðsmaðurinn og leikmaður Álaborgar Mads Hoxer er sterklega orðaður við Flensburg fyrir tímabilið 2026/2027. Þessu er greint frá í þýskum fjölmiðlum í dag.

Þessi 25 ára Dani, Mads Hoxer hefur farið á kostum í liði Álaborgar og verið lykilmaður hjá liðinu undanfarin tímabil. Hann hefur leikið með félaginu frá árinu 2022 er hann kom til félagsins frá Mors/Thy.

Hægri skytturnar Marko Kopljar og Kay Smits yfirgefa félagið í sumar en Kay Smits gekk í raðir Gummersbach. Norðmaðurinn Kent Robin Tonnesen á að fylla hans skarð en hann er 34 ára og verður 35 ára á þessu ári.

Greint er frá því að Flensburg líti á Mads Hoxer sem framtíðar hægri skyttu liðsins fyrir komandi ár.

Vangaveltur eru um nokkur þekkt nöfn sem gætu komið til greina ásamt Hoxer. Meðal þeirra sem nefndir eru Lettinn Renars Uscins leikmaður Hannover-Burgdorf, Ivan Martinovic leikmaður Rhein-Necar Lowen og Spánverjinn Alex Dujshebaev sem yfirgefur Kielce eftir komandi tímabil.

Það er þýski fjölmiðillinn shz.de fjallar um þetta mál og segir í frétt sinni:

,,SG Flensburg-Handewitt hefur áður reynst aðlaðandi áfangastaður fyrir bæði reynslu miklar stjörnur og eins unga og hæfileikaríka leikmenn. Þar á meðal hefur lið Flensburgar verið skipað mörgum frábærum dönskum leikmönnum. Nú gæti Mads Hoxer frá Aalborg verið næstur í röðinni. Spurningin er hvort félagið velji stórt alþjóðlegt nafn eins og Dujshebaev, eða hvort það einbeiti sér að yngri hæfileikamanni með möguleika á að þróast frekar."

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top