Sarmiento leggur skóna á hilluna
(ATTILA KISBENEDEK / AFP)

Dani Sarmiento (ATTILA KISBENEDEK / AFP)

Fyrrum leikmaður Ademar Leon, Barcelona, Saint-Raphael og Wisla Plock og spænska landsliðsins, Dani Sarmiento hefur tilkynnt að ferli hans sé lokið, 41 árs að aldri. Sarmiento lauk ferlinum í 3.deildinni á Spáni með liði Gáldar, þar sem hann hóf ferilinn fyrir 25 árum síðan.

Þessi þrautreyndi leikstjórnandi, Sarmiento er alinn upp í Las Palmas, á Kanaríeyjum en kom víða við á ferlinum og lék tæplega 150 landsleiki fyrir Spán.

Hann ætlar nú að einbeita sér að yngri flokka þjálfun á Spáni.

Sarmiento vann til þriggja gullverðlauna, á HM 2013, EM 2018 og EM 2020. Hann gekk í raðir Barcelona tímabilið 2009/2010 og vann Meistaradeildina með félaginu tvívegis og spænsku deildina sex ár í röð.

Hann lék síðan sex ár í Frakklandi með Saint-Raphael áður en hann tók stutt stop í Póllandi með Wisla Plock.

„Dani Sarmiento mun áfram vera tengdur Balonmano Gáldar sem þjálfari, stöðu sem hann gegndi áður en hann sneri aftur sem leikmaður. Reynsla hans mun áfram vera lykilatriði í þróun nýrra hæfileika,“ skrifar Gáldar á samfélagsmiðlum sínum en félagið er statt á Kanaríeyjum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top