Filip Andonov (til hægri) (Eyjólfur Garðarsson)
Handkastið greindi frá því í vikunni að Úlfar Páll Monsi Þórðarson, leikmaður Vals væri á leið til Alkaloid í Norður-Makedóníu. Handkastið vildi forvitnast um lið Alkaloid og hafði samband við Filip Andonov, sérfræðing Handkastsins um Norður-Makedónísku deildina. ,,Þetta er stór félagaskipti og góður stökkpallur fyrir Monsa. Efstu deildarlið í Þýskalandi eru mikið að horfa á Alkaloid vegna hve margir ungir eru að spila með liðinu," sagði Filip Andonov sem er fyrrum leikmaður Gróttu og fyrrum unglingalandsliðsmaður Norður-Makedóníu en það eru fáir fróðari um deildina þar heldur en Filip Andonov. ,,Alkaloid minnir mikið á Val. Liðið spilar hraðan bolta og Kiro (Kiril Lazarov þjálfari Alkaloid) er mjög góður þjálfari að mínu mati. Félagið sjálft er mjög ungt en Kiro ásamt forsetanum Mukaetov fyrrum forseta handboltasambandsins hafa komið þessu verkefni af stað og gert það mjög vel. Saman hafa þeir skapað fagmannlegt umhverfi fyrir leikmenn og safnað flestum efnilegustu leikmönnum Makedóníu til sín í bland við eldri leikmenn. Það er tímaspursmál hvenær leikmenn úr Alkaloid fara yfir til Þýskalands en lið eins og Magdeburg og Melsungen hafa sýnt leikmönnum áhuga," sagði Filip og bætti við að Alkaloid væri til að mynda að biðja um "Wild-card" í Evrópudeildina. En hvert verður hlutverk Monsa hjá Alkaloid? ,,Kiro róterar liðinu sínu mikið en það er einn annar vinstri hornamaður. Ivan Dzonov sem spilar með landsliðinu. Þannig að fyrirfram held ég að þetta ætti að vera jöfn skipt á milli þeirra." Filip segir að deildin í Norður-Makedóníu sé að verða sterkari og fleiri lið að gera sig gildandi í toppbaráttunni. Nefndir hann til að mynda Ohrid. ,,Þeir eru núna að koma inn með sínar hugmyndir. Þeir hafa sótt fjóra mjög sterka leikmenn í þeim Jotic, Strmljan, Morales, Djukic í sumar." Það verður fróðlegt að sjá hvort að Handkastið hafi rétt fyrir sér og Monsi skrifi undir hjá Alkaloid á næstu dögum. Monsi mun fá stórt hlutverk
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.