Jonas Maier (Eyjólfur Garðarsson)
Tveir erlendir leikmenn Harðar sem luku síðasta tímabili með félaginu í umspilinu um að komast upp í Olís-deildina hafa yfirgefið liðið. Hörður tapaði í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Gróttu í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni. Um er að ræða Slóvakann, Oliver Rabek sem og Úkraínumanninum, Lubomir Ivanytsia. Oliver Rabek sem er stór og stæðileg skytta kom til Ísafjarðar um síðustu áramót og lék fimm leiki með Herði í Grill66-deildinni og skoraði í þeim leikjum 12 mörk. Lubomir kom einnig til Ísafjarðar um áramótin, lék sex leiki í Grill66-deildinni og skoraði 18 mörk. Hvorugur náðu sér á strik í umspilinu gegn Gróttu og skorðu þeir samtals fjögur mörk í einvíginu. Við höfum einnig sagt frá því að, línumaðurinn Kenya Kasahara sé búinn að yfirgefa Hörð og að Portúgalinn, Pedro Nunez taki við liði Harðverja.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.