Sunna Jóns farin frá ÍBV – Orðuð við Fram

Sunna Jónsdóttir (

Fyrrum landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir leikur ekki með ÍBV á næstu leiktíð. Þetta herma heimildir Handkastsins. Samningur Sunnu við ÍBV rann út í sumar.

Samkvæmt heimildum Handkastsins hefur Sunna sem hefur verið fyrliði ÍBV síðustu ár ákveðið að flytja á höfuðborgarsvæðið og hyggst því ekki leika með ÍBV liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Óvissa ríkir um það hvort Sunna sé búin að leggja skónna á hilluna en samkvæmt heimildum Handkastsins mun Sunna leika með Fram á næsta tímabili.

Sunna er einn leikjahæsti leikmaður Olís-deildarinnar og var fyrirliði íslenska landsliðsins á síðustu stórmótum en Sunna á tæplega 100 landsleiki að baki.

Hún hefur leikið með ÍBV frá árinu 2018 en kom til Vestmannaeyja eftir atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð.

Sunna skoraði rúmlega fjögur mörk í leik fyrir ÍBV á síðustu leiktíð og var lykilmaður í liðinu bæði varnar- og sóknarlega.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top