Fram í hópi sterkra liða í riðlakeppni Evrópudeildarinnar
(Kristinn Steinn Traustason)

Framarar verða í riðlakeppni Evrópudeildarinnar ((Kristinn Steinn Traustason)

Íslands- og bikarmeistarar Fram verða í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 18.júlí næstkomandi ásamt mörgum af betri liðum Evrópu.

Stjarnan sem lenti í 2.sæti Powerade-bikarsins fer hinsvegar fyrst í forkeppni Evrópudeildarinnar en dregið verður í forkeppnina 15.júlí.

Fram er eitt af 20 liðum sem nú þegar hefur tryggt sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Auk Fram eru sex "Íslendingalið" þegar tryggð í riðlakeppnina.

Hér má sjá þau félög sem verða í riðlakeppni Evrópudeildarinnar:

  • SG Flensburg-Handewitt (Þýskaland)
  • MT Melsungen (Þýskaland) (Reynir Þór Stefánsson og Arnar Freyr Arnarsson leika með Melsungen)
  • Montpellier Handball (Frakkland)
  • FC Porto (Portúgal) (Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með Porto)
  • Fraikin BM Granollers (Spánn)
  • Fredericia Håndboldklub (Danmörk) (Arnór Viðarsson leikur með Frederica)
  • Kadetten Schaffhausen (Sviss) (Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með Kadetten)
  • IFK Kristianstad (Svíþjóð) (Einar Bragi Aðalsteinsson leikur með Kristianstad)
  • RK Nexe (Króatía)
  • AHC Potaissa Turda (Rúmenía)
  • Knattspyrnufélagið Fram (Ísland)
  • FTC-Green Collect (Ungverjaland)
  • HC Vardar 1961 (Norður-Makedónía)
  • REBUD KPR Ostrovia Ostrów Wielkopolski (Pólland)
  • Tatran Prešov (Slóvakía)
  • RD LL Grosist Slovan (Slóvenía)
  • THW Kiel (Þýskaland)
  • Fenix Toulouse (Frakkland) 
  • Sport Lisboa e Benfica (Portúgal) (Stiven Tobar Valencia leikur með Benfica)
  • ABANCA Ademar León (Spánn)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top