Fram í hópi sterkra liða í riðlakeppni Evrópudeildarinnar
Arnar Daði Arnarsson
08.07.2025
16:00
0 comments
Framarar verða í riðlakeppni Evrópudeildarinnar ((Kristinn Steinn Traustason)
Íslands- og bikarmeistarar Fram verða í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 18.júlí næstkomandi ásamt mörgum af betri liðum Evrópu.
Fram er eitt af 20 liðum sem nú þegar hefur tryggt sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Auk Fram eru sex "Íslendingalið" þegar tryggð í riðlakeppnina.
Hér má sjá þau félög sem verða í riðlakeppni Evrópudeildarinnar:
SG Flensburg-Handewitt (Þýskaland)
MT Melsungen (Þýskaland) (Reynir Þór Stefánsson og Arnar Freyr Arnarsson leika með Melsungen)
Montpellier Handball (Frakkland)
FC Porto (Portúgal) (Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með Porto)
Fraikin BM Granollers (Spánn)
Fredericia Håndboldklub (Danmörk) (Arnór Viðarsson leikur með Frederica)
Kadetten Schaffhausen (Sviss) (Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með Kadetten)
IFK Kristianstad (Svíþjóð) (Einar Bragi Aðalsteinsson leikur með Kristianstad)
RK Nexe (Króatía)
AHC Potaissa Turda (Rúmenía)
Knattspyrnufélagið Fram (Ísland)
FTC-Green Collect (Ungverjaland)
HC Vardar 1961 (Norður-Makedónía)
REBUD KPR Ostrovia Ostrów Wielkopolski (Pólland)
Tatran Prešov (Slóvakía)
RD LL Grosist Slovan (Slóvenía)
THW Kiel (Þýskaland)
Fenix Toulouse (Frakkland)
Sport Lisboa e Benfica (Portúgal) (Stiven Tobar Valencia leikur með Benfica)