Þórsarar hafa heyrt í Einari Rafni
(Kristinn Steinn Traustason)

Fer Einar til Þórs? ((Kristinn Steinn Traustason)

Handkastið greindi frá því í gærmorgun að örvhenta skytta KA-manna síðustu ár, Einar Rafn Eiðsson væri samningslaus og því án félags.

Einar Rafn gekkst undir aðgerð á mjöðm í sumar og verður frá keppni í um það bil sex mánuði.

Samkvæmt heimildum Handkastsins hafa nágrannar og erkifjendur KA, Þór haft samband við Einar Rafn og athuga áhuga hans á að koma í Þór. Þórsarar eru nýliðar í Olís-deildinni eftir að hafa unnið Grill66-deildina á síðustu leiktíð.

Nýr þjálfari hefur tekið við liði Þórs af Halldór Erni Tryggvasyni en í júní samdi Norðmaðurinn, Daniel Birkelund við Þór en Birkelund þjálfaði Lemvig í dönsku 1.deildinni á síðustu leiktíð.

Illa hefur gengið hjá Þór að styrkja liðið sitt fyrir komandi tímabil en bræðurnir Hákon Ingi Halldórsson og Hafþór Ingi Halldórsson hafa samið við Þór eftir dvöl erlendis.

Hákon er hægri hornamaður og kemur heim frá Slóvakíu eftir þriggja ára dvöl þar sem hann hefur spilað hjá liðinu MHáK Martin. Hákon hefur sigrað næst efstu deild og leikið tvö tímabil í efstu deild en er í dag markahæstur í næst efstu deild með 150 mörk.

Hafþór er einnig uppalinn Þórsari sem leikur sem hægri skytta en hann hefur síðustu ár spilað í neðri deildum í Danmörku meðfram dýralæknanámi.

Eins og við greindum frá í gær, þá hafa deildarmeistarar FH einnig heyrt í Einari Rafni upp á framhaldið en FH er í leit að arftaka fyrir Jóhannes Berg Andrason sem gekk í raðir Tvis Holstebro í sumar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top