KA hefur ekki enn ráðið aðstoðarþjálfara
Egill Bjarni Friðjónsson)

Andri Snær Stefánsson ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Andri Snær Stefánsson var í júní ráðinn þjálfari karla liðs KA í Olís-deildinni en Andri Snær tekur við liðinu af Halldóri Stefáni Haraldssyni sem var rekinn frá KA eftir síðustu leiktíð.

Halldór Stefán hafði stýrt liði KA síðustu tvö tímabil en KA endaði í 9.sæti Olís-deildarinnar og komst því ekki í úrslitakeppnina. Andri Snær var aðstoðarmaður Halldórs á síðustu leiktíð.

Langan tíma tók fyrir KA að ráða arftaka Halldórs Stefáns en samkvæmt heimildum Handkastsins var KA lengi vel í viðræðum við Patrek Jóhannesson þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar.

67 dögum eftir að Halldóri Stefáni var vikið úr störfum hjá KA kom tilkynning frá KA þess efnis að aðstoðarþjálfari liðsins, Andri Snær Stefánsson væri tekinn við liðinu.

Handkastið hafði samband við Andra Snæ á dögunum og spurði hann út í það, hvort búið væri að ráða aðstoðarþjálfara. Þar staðfesti Andri Snær að enn væri ekki búið að ráða aðstoðarmann sinn fyrir komandi tímabil.

Einhver orðrómur hefur verið í gangi að Sverre Jakobsen verði aðstoðarmaður Andra Snæs með liðið en Sverre var lengi vel orðaður við þjálfarastarfið áður en Andri Snær tók við liðinu. Andri Snær þekkir vel til í KA, bæði sem leikmaður í fleiri fleiri ár, yngri flokka þjálfari. Þá þjálfaði hann kvennalið KA/Þórs og gerði liðið að Íslands og bikarmeisturum tímabilið 2020/2021.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top