Viðurkennir þreytu í landsliðinu undir stjórn Gumma Gumm
(Kristinn Steinn Traustason)

Aron Pálmarsson hefur lagt skóna á hilluna. ((Kristinn Steinn Traustason)

Guðmund­ur Þórður Guðmunds­son var rekinn sem þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í hand­bolta í fe­brú­ar árið 2023 eftir vonbrigðar HM mót í Svíþjóð í janúar þar sem miklar væntingar voru gerðar til liðsins. Miklar og háværar kjafta­sög­ur voru í gangi um að leik­menn hefðu kallað eft­ir því að Guðmund­ur yrði leyst­ur frá störf­um en Guðmund­ur tók við liðinu í þriðja sinn árið 2018.

Aron Pálmarsson sem nýverið lagði skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril var í íslenska landsliðinu þegar Guðmundur Þ. Guðmundsson var rekinn. Aron var til viðtals við Bjarna Helgason í Dagmálum hjá Morgunblaðinu og var spurður út í þær kjaftasögur að það hafi verið leikmennirnir sem vildu að Gummi yrði látinn fara.

,,Leikmönnum að kenna?" spurði Aron Pálmarsson til baka en Bjarni Helgason endurorðaði spurninguna á þann veg að leikmenn hafi beðið um það að skipt yrði um þjálfara.

,,Það er ekki leikmenn sem taka þá ákvörðun en auðvitað er leitað til leikmanna og allt það. Það var nú líka þannig að þegar Gummi tók við þá ætluðum við að vera komnir í topp 8 í heiminum á fjórum árum og við vorum ekki komnir þangað. Ég held að það hafi ekki verið leikmennirnir, heldur árangurinn og allt það," sagði Aron og hélt áfram.

,,Ég get alveg viðurkennt það að það var komin þreyta í þetta," sagði Aron Pálmarsson fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann segist halda að HSÍ hafi gert rétt með því að skipta um þjálfara, reka Gumma Gumm. og taka inn Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan þjálfara.

Treystir Snorra fullkomlega

,,Ég er mjög bjartsýnn. Mér finnst Snorri flottur og hann og Arnór (Atlason) mynda gott teymi. Ég hef bullandi trú á Snorra sem þjálfara. Hann er með mikið passion og hefur góða sýn á handbolta. Ég hef mikla trú á honum og treysti honum fullkomlega fyrir þessu hlutverki," sagði Aron en Snorri Steinn hefur nú stýrt íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum.

Þar hefur árangurinn verið undir væntingum í báðum mótunum. Nú er verk að vinna fyrir landsliðsþjálfarateymið að finna lausn á því að spila án Arons á EM 2026 í janúar á næsta ári þar sem væntingarnar verða ekki minni en á síðustu stórmótum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top