Guðmundur Bragi gengur í raðir Ringsted
(Eyjólfur Garðarsson)

Guðmundur Bragi Ástþórsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Leikstjórnandinn, Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur gengið í raðir Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni. Guðmundur fer til Ringsted eftir eins árs veru hjá Bjerringbro-Silkeborg. Ringsted tilkynnti vistaskiptin á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu.

Guðmundur gekk í raðir danska félagsins, Bjerringbro-Silkeborg í fyrra sumar og lék því einungis eitt tímabil með félaginu en hann var með klásúlu í samningi sínum í sumar að geta leitað annað, sem hann nýtti sér. Guðmundur var í litlu hlutverki hjá liðinu á tímabilinu, skoraði 23 mörk fyrir félagið en liðið endaði í 6.sæti deildarinnar og komst ekki í undanúrslitin um danska meistaratitlinn.

Guðmundur hittir fyrrum liðsfélaga sinn í yngri landsliðum Íslands, Ísak Gústafsson hjá Ringsted en Ísak gekk í raðir félagsins frá Val fyrr í sumar.

Guðmundur sem er fæddur árið 2002 var lykilmaður í liði Hauka undanfarin ár en hann fór með Haukum alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn tímabilið 2022/2023 er liðið tapaði gegn ÍBV. Guðmundur lék einnig um tíma með liði Aftureldingar á láni frá Haukum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top