Einar Jónsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Dregið var í riðlakeppni Evrópudeildar í höfuðstöðvum EHF í Vín í dag. Tvö íslensk lið voru í pottinum og nú er ljóst í hvaða riðli Fram verður í, í Evrópudeildinni. Þá er einnig orðið ljóst í hvaða riðli Stjarnan verður, vinni þeir forkeppniseinvígi sitt gegn rúmenska liðinu Baia Mare frá Rúmeníu. Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto koma til Íslands annað tímabilið í röð og mæta Fram í þetta skiptið. Porto var í riðli með Val í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Auk Porto verður Fram í riðli með sigurvegurum úr einvígi Elverum frá Noregi og Torrelavega frá Spáni annarsvegar og hinsvegar úr einvígi Gorenje frá Slóveníu og Kriens-Luzern frá Sviss. Vinni Stjarnan einvígi sitt gegn Baia Mare verður það í riðli C ásamt Granollers frá Spáni, Slovan frá Slóveníu og sigurvegara úr einvígi Skanderborg frá Danmörku eða Madeira frá Portúgal. Hér að neðan má sjá riðlana í Evrópudeildinni: A-riðill: B-riðill: C-riðill: D-riðill: E: F: G: H:
SG Flensburg - Þýskaland
Potaissa Turda - Rúmenía
Sigurvegarar úr einvígi Mors-Thy - Danmörk / St. Raphael - Frakkland
Sigurvegarar úr Bidasoa Irun - Spánn / ABC Braga - Portúgal
Montpellier - Frakkland
Rebund KPR Ostrovia Ostrow - Pólland
THW Kiel - Þýskaland
Sigurvegarar úr Bern - Sviss / Cakovec - Króatía
Fraikin BM. Granollers - Spánn
Grosist Slovan - Slóvenía
Sigurvegarar úr Skanderborg - Danmörk / Madeira - Portúgal
Sigurvegarar úr Baia Mare - Rúmenía / Stjarnan - Ísland
Porto - Portúgal (Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með liðinu)
Fram - Ísland
Sigurvegarar úr Elverum - Noregur / Torrelavega - Spánn
Sigurvegarar úr Gorenje Velenje - Slóvenía / Kriens-Luzern - Sviss
Melsungen - Þýskaland (Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson leika með liðinu)
FTC-Green Collect (Ungverjaland)
Benfica - Portúgal (Stiven Tobar Valencia leikur með liðinu)
Sigurvegarar úr Glogow - Pólland / Karlskrona - Svíþjóð
Kristianstad - Svíþjóð (Einar Bragi Aðalsteinsson leikur með liðinu)
HC Vardar - Norður - Makedónía
Fenix Toulouse - Frakkland
Dugo Selo - Króatía / Sesvete - Króatía
Frederica - Danmörk (Arnór Viðarsson leikur með liðinu - Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar liðið)
Tatran Presov - Slóvakía
Sigurvegarar úr Hannover Burgdorf - Þýskaland / Alkaloid - Norður - Makedónía
Sigurvegarar úr Savehof - Svíþjóð / Malmö - Svíþjóð
Kadetten Schaffhausen - Sviss (Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með liðinu)
RK Nexe - Króatía
Ademar Leon - Spánn
Partizan - Serbía / Karvina - Tékkland
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.