Kári Tómas spilar ekki með HK í vetur
(HK)

Kári Tómas Hauksson ((HK)

Örvhenta skytta HK-inga í Olís-deild karla, Kári Tómas Hauksson leikur ekki með liðinu á komandi tímabili. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Ástæðan er sú að Kári Tómas er að flytja erlendis, nánar tiltekið til Blomberg í Þýskalandi þar sem kærasta hans, Elín Rósa Magnúsdóttir leikur. Elín Rósa gekk í raðir Blomberg-Lippe frá Val í sumar.

,,Stefnan hjá mér er að reyna finna lið í Þýskalandi nálægt Blomberg og spila úti á næsta tímabili," sagði Kári Tómas í samtali við Handkastið.

Kári lék 23 leiki með HK í deild og úrslitakeppni á síðustu leiktíð þar sem HK náði 8.sætinu og komst í 8-liða úrslit en tapaði þar gegn deildarmeisturum FH. Kári skoraði 41 mark fyrir HK á síðasta tímabili.

Um er að ræða mikla blóðtöku fyrir HK-inga en fyrir eru þeir með unglingalandsliðsmanninn, Ágúst Guðmundsson í hægri skyttunni. Kári Tómas á ennþá eitt ár eftir af tveggja ára samningi sínum sem hann skrifaði undir síðasta sumar við HK.

Samkvæmt heimildum Handkastsins hefur HK heyrt í Birki Benediktssyni en Birkir er á heimleið eftir ársdvöl í Japan þar sem hann lék í japönsku úrvalsdeildinni með Wakunaga.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top