Magnús Stefánsson frá Fagraskógi reiknar ekki með frekari styrkingu
Sævar Jónasson)

Magnús Stefánsson (Sævar Jónsson

Handkastið náði í skottið á Magnúsi Stefánssyni frá Fagraskógi, þjálfara kvennaliðs ÍBV og spurði hann aðeins út í fregnir af liðinu og hvað væri framundan

"Formlegar æfingar hjá liðinu hófust um miðjan júlí en stelpurnar hafa verið duglegar að æfa sjálfar fram að því. Við förum norður á Opna Norðlenska mótið og svo tökum við einnig þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi"

Á að styrkja liðið eitthvað meira?

,,Það er ekki á döfinni eins og er að fara meira á leikmannamarkaðinn. Við vorum gríðarlega ánægð að klófesta Söndru Erlings aftur heim og fá norska markmanninn. Síðan notum við bara þá leikmenn, sem fyrir eru. Planið er að ala upp leikmenn sem líður vel og geta spilað vel með okkar eldri gæða leikmönnum. Það eru nú aldeilis frábærar fyrirmyndir sem við höfum í “eldri” leikmönnum í liðinu. Það er frábært tækifæri fyrir okkar ungu leikmenn að fá að læra af þeim" sagði Magnús Stefánsson frá Fagraskógi

En segðu mér Magnús. Á ekkert að reyna að draga eiginkonuna (Ester Óskarsdóttir) aftur á flot?

"Ég held að við höfum ekki efni á henni" svaraði Magnús léttur í bragði

Gaman verður að sjá Eyjaliðið undir handleiðslu Magnúsar í vetur. En hann tók við liðinu á vormánuðum eftir að hafa þjálfað karlaliðið síðastliðin tvö tímabil.

Á síðastliðnu leiktímabili lentu Eyjastelpurnar í kröppum dansi eftir ýmis skakkaföll og munaði litlu að liðið færi niður um deild en liðið fékk 10 stig í 21 leikjum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top