Haukur Þrastar einn af átta nýliðum – Matreiðsluviðburðir framundan
(JAN WOITAS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Miklar breytingar hafa orðið á liði Lowen. ((JAN WOITAS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Miklar breytingar verða á liði Rhein-Neckar Lowen frá síðasta tímabili en alls hafa átta leikmenn gengið í raðir þýska liðsins og alls nýju leikmenn yfirgefið liðið. Það er ekki allt því einnig hafa orðið þjálfarabreytingar á liðinu. Þjóðverjinn, Maik Machulla tók við liðinu í sumar en hann þjálfaði Álaborg síðar og þar áður Flensburg.

Einn af átta nýliðum í liði Rhein-Neckar Lowen er landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson sem gekk í raðir félagsins frá Dinamo Buchersti í Rúmeníu.

Maik Machulla leggur áherslu á litla sigra og félagslega samvinnu til að skapa liðsheild og árangur fyrir upphaf tímabilsins. Maik Machulla stendur frammi fyrir stóru verkefni: Að smíða nýjan hóp saman á aðeins sex vikum.

Liðið hefur æft í tæpar tvær vikur og vann um helgina æfingamót þar sem liðið vann tvo leiki. Þann fyrri gegn HG Oftersheim/Schwetzingen, 46-28 og þann seinni gegn Göppingen, 27-26. Machulla er ánægður með byrjunina á undirbúningstímabilinu.

,,Það hefur komið mér á óvart á jákvæðan hátt hversu áhugasamir leikmennirnir eru. Það er orka og gleði á hverri æfingu,“ sagðu hann í samtali við Handball-World.

Machulla leggur áherslu á að skapa liðsanda með litlu sigrunum og bendir á, að á sama tíma er aðlögun nýrra leikmanna og fjölskyldna þeirra í mikilvæg. „Þetta eru ekki bara leikmenn, þetta eru einstaklingar. Ef þeim líður eins og þeir séu heima, þá standa þeir sig betur.“

Nefnir hann til að mynda að viðburðir eins og matreiðsluviðburðir og félagslegir viðburðir í æfingabúðunum eiga að tryggja að erlendu leikmennirnir aðlagist fljótt hópnum og nýjum aðstæðum.

Komnir/Farnir hjá Rhein-Neckar Lowen í sumar:

Rhein-Neckar Löwen

Zugänge im Sommer 2025:
Gino Steenaerts (HC Kriens-Luzern/SUI)
Edwin Aspenbäck (TTH Holstebro/DEN)
Mathias Larson (Elverum Håndball/NOR)
Robert Timmermeister (HBW Balingen-Weilstetten)
Haukur Þrastarson (Dinamo Bukarest/ROU)
Dani Baijens (Paris Saint-Germain/FRA)
Mike Jensen (One Veszprem HC/HUN)
Lukas Sandell (One Veszprem HC/HUN)

Farnir:
Juri Knorr (Aalborg Håndbold/DEN)
Jon Lindenchrone (Skjern Håndbold/DEN)
Olle Forsell Schefvert (MT Melsungen)
Gustav Davidsson (Hammarby IF/SWE)
Niklas Michalski (HSG Krefeld Niederrhein)
Valentin Willner (TuSEM Essen)
Mikael Appelgren (One Veszprem HC/HUN)
Ivan Martinovic (One Veszprem HC/HUN)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top