Afturelding enn án þjálfara
(Raggi Óla)

wAfturelding ((Raggi Óla)

Samkvæmt heimildum Handkastsins gengur hvorki né rekur hjá stjórn Aftureldingar að finna arftaka Jóns Brynjars Björnssonar fyrrum þjálfara kvennaliðs félagsins en Jón Brynjar staðfesti í samtali við Handkastið snemma í þessum mánuði að hann væri búinn að segja upp vegna persónulegrar aðstæðna.

Í kjölfarið talaði Davíð Svansson formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Aftureldingu um að vinna væri hafin í leit af nýjum þjálfara. ,,Við erum byrjuð í viðræðum og munum reyna að klára þetta fljótt og vel," sagði Davíð í samtali við Handkastið fyrir rúmlega þremur vikur síðan.

Samkvæmt heimildum Handkastsins hefur stjórn Aftureldingar haft samband við mikið magn af þjálfurum sem allir hafa afþakkað starfið. Þá hefur Örn Ingi Bjarkason sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins ekki áhuga að hækka í tign og taka alfarið við liðinu samkvæmt okkar heimildum.

Kvennalið Aftureldingar hefur hafið undirbúning sinn fyrir komandi tímabil í Grill66-deildinni og miðað við samfélagsmiðla liðsins þá hefur Jón Brynjar stýrt æfingum liðsins síðustu daga.

,,Við erum í viðræðum við nokkra og vonandi klárum við þetta fljótlega," sagði Davíð Svansson í samtali við Handkastið í vikunni þegar hann var yrtur eftir svörum varðandi stöðuna á þjálfaramálum kvennaliðs Aftureldingar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top