U19 karla ((HSÍ)
Strákarnir í U19 ára landsliði karla léku fyrri leik sinn í milliriðli á HM í Egyptalandi í dag er þeir mættu Serbum í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 8 liða úrslitum. Strákunum gekk illa í byrjun leiks og misstu Serbana fljótlega 3 mörkum fram úr sér en náðu þó að jafna leikinn í 8-8. Jafnt var nánast á öllum tölum í 13-13 en þá náðu Serbarnir að sigla fram úr og leiddu með 3 mörkum í hálfleik, 14-17. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri endaði og náðu Serbar mest 4 marka forystu 21-25. Þá fóru Íslendingar að saxa á forskot Serba og náðu að minnka það niður í eitt mark 28-29. Íslendingar fengu tækifæri til þess að jafna leikinn en tókst ekki að nýta lokasóknina og því var eins marks sigur Serba staðreynd. Þessi úrslit þýða því að Ísland verða að sigra sterkt lið Spánverja á morgun til að eiga möguleika á að komast í 8 liða úrslit. Spánverjar eru taplausir á mótinu og það mun því verða virkilega erfiður leikur fyrir strákana okkar klukkan 14:15 á morgun og verður í beinni útsendingu á youtube síðu IHF. Markaskor Íslands: Varin skot: Jens Sigurðarson 6, 24% Sigurjón Bragi Atlason 4/1, 29%.
Dagur Árni Heimisson 7 mörk, Stefán Magni Hjartarson 7, Ágúst Guðmundsson 4/2, Bessi Teitsson 4, Garðar Ingi Sindrason 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Dagur Leó Fannarsson 1.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.