HB Ludwigsburg ((MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)
Eftir að þýska liðið HB Ludwigsburg sagði upp samningum við alla sína leikmenn í kjölfars gjaldþrots í byrjun ágúst hafa 6 leikmenn fundið sér nýtt félag. Framtíð annara leikmanna er enn óráðin. Fyrirliðinn Xenia Smith var sú fyrsta til þess að yfirgefa félagið og endurnýjaði kynni sín við franska liðið Metz. Jenny Brehrend fór einnig á fornar slóðir og samdi við þýska liðið VfL Oldenburg. Aðrir leikmenn sem hafa gert samninga við ný lið eru Antje Döll samdi við Sport-Union Neckarslum, Mareike Thomaier fór til HSG Bensheim/Auerbach, Nicole Roth færir sig yfir til HSG Blomberg-Lippe og Anne With Johansen fer til slóvenska liðsins Krim Ljulbjana. Tíu leikmenn eru enn án félags og þar á meðal eru nokkur stór nöfn meðal annars Karolina Kudlacz-Gloc en hún íhugar hvort hún eigi að setja skóna uppí hilluna frægu. En leikmenn eins og Johanna Bundsen, Jenny Carlson og Sofia Hvenfelt eru enn að skoða sína möguleika bæðu innan Þýskalands sem og utan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.