Rea var markahæstur Stjörnumanna. (Sævar Jónsson)
Tveir æfingaleikir fóru fram í gærkvöldi bæði í Mosfellsbænum og í Garðabænum. Í Varmá mættust kvennalið Aftureldingar og Fjölnis en bæði lið leika í Grill66-deildinni. Afturelding frumsýndi nýjan þjálfara í æfingaleiknum því Andrés Gunnlaugsson var á hliðarlínunni í leiknum en hann var loks kynntur sem nýr þjálfari liðsins í kjölfarið. Afturelding vann nokkuð sannfærandi sigur í leiknum 27-21. Handkastið hefur því miður engar upplýsingar eru um markaskorun eða þróun leiksins. En við hvetjum félögin að senda okkur tölfræði úr sínum æfingaleikjum á handkastid(hjá)handkastid.net. Í Garðabænum mættust Stjarnan og HK sem lentu í 7. og 8.sæti í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Töluvert af mannskap vantaði í bæði liðin. Ísak Logi Einarsson, Sveinn Andri Sveinsson, Daníel Karl Gunnarsson, Starri Friðriksson og Matthías Dagur Þorsteinsson léku ekki með Stjörnunni og hjá HK vantaði, Ágúst Guðmundsson, Aron Dag Pálsson, Gunnar Dan Hlynsson, Hjört Inga Halldórsson, Jovan Kukobat og lengi mætti telja. Eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 12-12 voru það HK-ingar sem unnu leikinn að lokum 29-27. Markaskor Stjörnunnar: Rea Barnabas 8 mörk, Jóel Bernburg 3, Pétur Árni Hauksson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Hans Jörgen Ólafsson 3, Gauti Gunnarsson 2, Patrekur Guðmundsson 2, Jóhannes Björgvin 1, Benedikt Marínó Herdísarson 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1. Varin skot: Adam Thorstensen 7, Sigurður Dan Óskarsson 5. Markaskor HK: Leó Snær Pétursson 6, Sigurður Jefferson 6, Tómas Sigurðarson 5, Haukur Ingi Hauksson 3, Ingibert 2, Örn Alexandersson 2, Andri Þór Helgason 2, Kristján Bárðarson 1, Styrmir Máni 1, Róbert Örn Karlsson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 10, Brynjar Vignir Sigurjónsson 2. Stjarnan leikur sinn síðasta æfingaleik síðar í dag er liðið mætir Gróttu á Seltjarnarnesi en framundan er síðan leikur í Meistarakeppni HSÍ við Fram í Úlfarsárdalnum næstkomandi fimmtudagskvöld.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.