Katrín Arna skoraði eitt mark í kvöld. (Egill Bjarni Friðjónsson)
KG Sendibílamótið hélt áfram í dag með tveimur leikjum í kvennaflokki en mótið hófst í gær með þremur leikjum og miklu fjöri. ÍBV mætti heimakonum í KA/Þór í fyrri leik dagsins og hafði töluverða yfirburði í leiknum en KA/Þór verða nýliðar í Olís-deildinni á komandi tímabili. Leiknum lauk með tíu marka sigri ÍBV, 28-18. Markaskorarar KA/Þór: Anna Petrovic 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 3, Trude Håkonsen 3, Susanne Pettersen 2, Elsa Guðmundsdóttir 1, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1. Markaskorarar ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 7, Ásdís Halla Hjarðar 5, Alexandra Viktorsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Amelía Dís Einarsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Britney Cots 1, Birna Dís Sigurðardóttir 1, Birna María Unnarsdóttir 1. Í seinni leik dagsins mættust Grótta og Stjarnan en bæði lið töpuðu sínum leik í gær. Grótta leiddi í hálfleik með þremur mörkum 15-12 og hafði betur í leiknum 28-25. Markaskorarar Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 10, Katrín Scheving 5, Svandís Birgisdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Edda Steingrímsdóttir 1, Elísabet Ása Einarsdóttir 1, Katrín Arna Viggósdóttir 1. Markaskorar Stjörnunnar: Natasja Hammer 6, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Aníta Björk Theódórsdóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.